• Baugakór 38
  • 203 Kópavogur
  • Opnunartími skrifstofu
  • 07:45 - 15:30
  • Sími 441 3600

Hörðuvallaskóli

April 2015
S M T W T F S
29 30 31 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 1 2

Á döfinni í apríl og maí

24 Apr 2015

Á döfinni á vegum foreldrafélagsins

 

 

Söngleikir í Hörðó

Nemendur í 5. bekk hafa verið að æfa söngleiki í tónmennt í vetur.

Efnisval var í höndum hvers bekkjar; 5. H.S. valdi Frozen, 5. S.B., Kitty Kitty bang bang og 5.H.B., Mary Poppins

Næstu þriðjudaga í apríl ætla nemendurnir að sýna söngleikina;  5. H.S-  14. apríl, síðan 5. S.B - 21.apríl og loks 5.HB 28.apríl. Sýningarnar eru á sal skólans og hefjast kl. 8:15 og 8:35. Foreldrar velkomnir.

Last Updated on Friday, 24 April 2015 11:20
 

Skáksnillingar í Hörðó

14 Apr 2015

Hörðuvallaskóli vann öruggan sigur á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fór fram um helgina í Rimaskóla.

Sveitin var skipuð ungum skákmönnum sem eru allir í sjötta bekk, þeir Sverrir Hákonarson, Arnar Milutin Heiðarsson og Stephan Briem en sveitna leiddi Vignir Vatnar Stefánsson. Strax í þriðju umferð tefldi skólinn við sveit Rimaskóla og var þá teningum kastað: 3.5 – 0.5 sigur! Sigrinum var fylgt eftir með 2.5 – 1.5 sigri gegn sterkri sveit Ölduselsskóla. Rétt eins og á Íslandsmóti grunnskólasveita um síðustu helgi var Hörðuvallaskóli því efstur eftir fyrri hlutann.

Starfsmenn og nemendur Hörðuvallaskóla óska ungu skákmönnunum innilega til hamingju með sigurinn.

Meira um mótið hér.

--------------------------------------

Keppendur frá Hörðuvallaskóla gerðu góða ferð á Skólaskákmót Kópavogs 2015, 5. og 8. apríl sl. sem haldið var í Stúkunni á Kópavogsvelli.

Vignir Vatnar Stefánsson 6. bekk vann öruggan sigur í flokki 3.-7. b., hlaut 8 ½ vinnig í 9 skákum og þátttökurétt í yngri flokki á Kjördæmismóti Reykjaness 2015.  Aðrir skákmenn frá HV voru Stephan Briem, Sverrir Hákonarson, Grétar Jóhannsson, Pétur Steinn Atlason og Benedikt Briem.  Þeir stóðu sig einnig með miklum sóma.

Snorri Sveinn Lund úr Hörðuvallaskóla, varð Kópavogsmeistari í 2. bekk, vann alla andstæðinga sína 5 að tölu!  Auk hans tefldu einnig frá Hörðuvallaskóla Fannar Smári Jóhannsson, Jónas Breki Guðmundsson og Björn Helgi Devine og stóðu sig ágætlega.

Andri Hrannar Elvarsson varð Kópavogsmeistari í 1. bekk, vann alla andstæðinga sína 5 að tölu!  Bjarki Steinn Guðlaugsson lenti í öðru sæti með 4 vinninga og Stefán Breki Guðmundsson hafnaði í þriðja sæti með 3 ½ vinning.  Þrefaldur sigur Hörðó-manna!  Auk þess hlaut Emilía Brink Viðarsdóttir brons fyrir þriðja besta árangur stúlkna í þessu móti.

Gunnleifur Orri Gunnleifsson, Thomas Ásgeir Johnstone, Viktor Bjarki Einarsson og Sóley Líf Gunnarsdóttir Brown tóku einnig þátt í mótinu með góðum árangri.

Þetta er sannarlega frábær frammistaða hjá hinum ungu skákmönnum og bjart framundan ef svo heldur áfram sem horfir.

Hér eru myndir frá mótinu.

Heildarúrslit má finna á skak.is

Last Updated on Monday, 27 April 2015 11:18
 

Eldhús skólans

24 Apr 2015

Matseðill í apríl.

 

Hörðuvallaskóli er HNETULAUS skóli.


Munið nýtt símanúmer 441 3600

Last Updated on Friday, 24 April 2015 10:42