Sími 441 3600

Áfallaáætlun

Áfallaáætlun

Áfallaráð

Skólastjóri, eða staðgengill hans ber ábyrgð á að kalla saman áfallaráð og stýra vinnu þess og skipulagi.

Í áfallaráði sitja skólastjóri, deildarstjórar, skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, sálfræðingur skólans og sá starfsmaður skólans sem næst stendur málinu. Einnig er hægt að kalla til sóknarprest sé þess þörf.

Í upphafi hvers skólaárs fundar áfallaráð og fer yfir starfsreglur. Ef slys eða áfall á sér stað í sumarleyfi eða öðru leyfi á skólaárinu er nauðsynlegt að kalla saman áfallaráð áður en nemendur og starfsfólk mæta aftur í skólann.

Ætíð skal gæta fyllsta trúnaðar gangvart skjólstæðingum.


Áföll sem áætlunin nær til eru:

  • Minniháttar slys og vanlíðan, kynferðisleg misnotkun, alvarleg slys, alvarleg veikindi, langvinnir sjúkdómar og andlát nemanda.
  • Alvarleg slys, alvarleg veikindi, langvinnir sjúkdómar og andlát aðstandenda nemanda.
  • Alvarleg slys, alvarleg veikindi, langvinnir sjúkdómar og andlát starfsfólks.
  • Andlát maka eða barna starfsfólks.
  • Náttúruhamfarir.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica