Sími 441 3600

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Hörðuvallaskóla

Jafnréttisáætlun þessi er gerð í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar.

Inngangur

Í Hörðuvallaskóla er leitast við að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.  Markvisst er unnið að því að jafna stöðu kynjanna og veita börnum og unglingum hvatningu til að rækta sérkenni sín og jákvæð samskipti kynjanna. Skólinn leitast við að veita báðum kynjum sömu tækifæri til áhrifa og þátttöku í öllu skólastarfi. Markmið Jafnréttisáætlunar Hörðuvallaskóla er að stuðla að jafnri stöðu beggja kynja í skólanum og stuðla að því að jafnréttismál verði eðlilegur þáttur í skólastarfinu, bæði hvað varðar starfsfólk og nemendur.  

Taka skal tillit til jafnréttissjónarmiða í allri stefnumótunarvinnu skólans. Við verkaskiptingu, ráðningar, uppsagnir og tilfærslur í störfum skal gæta þess að mismuna ekki kynjunum sbr. starfsmannaáætlun skólans.  

Konur og karlar skulu njóta sambærilegra kjara og fríðinda. Gæta þarf þess  einnig að allir njóti sambærilegra starfsaðstæðna í skólanum. Starfsfólk skal eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu á vinnutíma, þar sem því verður við komið. Þannig skal starfsfólki auðveldað að samræma atvinnu og fjölskyldulíf. Þá skal einnig taka sérstakt tillit til kvenna  vegna þungunar, barnsburðar og umönnunar ungbarna og telst það ekki mismunun.  

Komi upp sú staða að yfirmaður sé kærður vegna áætlaðrar kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni skal skólastjórnandi í samráði við jafnréttisnefnd vísa málinu til Menntasviðs Kópavogs.

Ávallt skal hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi þegar auglýst er eftir  starfsfólki og hvatt til þess að bæði karlar og konur sæki um störf. Við ráðningu skal það kyn sem er í minnihluta í starfi því sem auglýst er eftir, að öðru jöfnu ganga fyrir, ef um jafnhæfa einstaklinga er að ræða sem uppfylla skilyrði starfs. 

Starfsmenn geta hvenær sem er komið athugasemdum á framfæri við jafnréttisnefnd skólans sem ræðir þær við skólastjóra. Í árlegum starfsmannasamtölum allra starfsmanna á að ræða um jafnréttismál innan skólans og fá fram mat starfsmanna á þeim. Við undirbúning starfsmannasamtala skal óskað eftir að starfsmenn velti stöðu jafnréttismála fyrir sér og í framhaldi af starfsmannasamtali skal fara vel yfir allar athugasemdir og lagfæra ef þörf er á.

Jafnréttisnefnd:

Ábyrgð á ofantöldum þáttum er í höndum skólastjórnenda.

Aðgerðaráætlun Hörðuvallaskóla

Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir þar sem fram kemur hvernig starfsmönnum eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.–22. gr. jafnréttislaga.

Launajafnrétti 19. grein

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Að konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf.

Launaleynd óæskileg, sömu laun fyrir sömu störf.

Vinnuaðstaða verði eins og best verður á kosið, þ.m.t. mataraðstaða, tækjabúnaður o.fl.

Skólastjóri Í upphafi skólaárs 2016-2017


Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun 20. grein

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Laus störf standi bæði konum og körlum til boða.

Jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum.

Konur og karlar sem vinna sambærileg störf skulu hafa jafnan aðgang að starfsþjálfun og endurmenntun.

Efla kynjafræðiþekkingu starfsfólks.

Bæði kynin hvött til að sækja um störf sem í boði eru.

Sá hæfasti ráðinn hverju sinni.

 

Fyrirlestrar/námskeið

Skólastjórnendur

 

 


 

Skólastjórnendur

Skólaárið 2016-2017

 

 

 

Skólaárið 2016-2017


Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs 21. grein

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Starfsfólki sé gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.

Góð samskipti milli skólastjórnenda og starfsfólks og heiðarleiki sé hafður í fyrirrúmi þegar eitthvað bjátar á

Skólastjórnendur og starfsfólk Þegar ófyrirsjáanleg atvik koma upp hjá starfsfólki eða skólastjórnendum.


Kynbundin og kynferðisleg áreitni 22. grein

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum.

Fræðsla til allra innan skólasamfélagsins. Útbúa þarf aðgerðaráætlun ef grunur er um kynbundið eða kynferðislegt áreiti á vinnustaðnum

Allir innan skólasamfélagsins

 

Aðgerðaráætlun er á ábyrgð skólastjórenda

Hverjum og einum ber að upplýsa þegar grunur leikur á áreitinu.

Aðgerðaráætlun tilbúin fyrir vor 2017.


Aðgerðabundin jafnréttisáætlun

Skólum ber auk þess að uppfylla 23. gr. jafnréttislega (menntun og skólastarf) og 22. gr. sömu laga (kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni).

23. gr. jafnréttislaga / menntun og skólastarf:

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál.

 

Að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi.

Í gegnum samfélagsfræði/ lífsleikni. Þess að auki þarf hvert fag að taka á jafnrétti innan sinna vébanda.

 

Að þess sé gætt að bæði kynin taki jafnt þátt í öllu skólastarfi þ.m.t. félagsstarfi.

Þeirra kennara sem standa að hverju fagi fyrir sig.

 

Allra starfsmanna viðkomandi skóla

Alltaf í gildi

 


Alla daga


23. gr. jafnréttislaga / menntun og skólastarf:

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Að kennslu- og námsgögn mismuni ekki kynjunum.

Hver kennari þarf að skima sitt námsefni m.t.t. kynjamismununar. Stundum getur þurft að taka námsefni úr umferð.

Kennari og skólastjórnendur bera ábyrgð á hvaða námsefni nemendum er boðið.

Námsefni skimað frá hausti 2015.


23. gr. jafnréttislaga / menntun og skólastarf:

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Í námsráðgjöf og starfsfræðslu fái strákar og stelpur fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf

Að störf sem kynnt eru séu kynnt á jafnréttisgrundvelli hvort sem um formlega eða óformlega fræðslu er að ræða.

 

Formleg fræðsla: námsráðgjafi

Óformleg fræðsla í höndum kennara/starfsmanna.

Skólastjórnendur

Er í gildi.


23. gr. jafnréttislaga / menntun og skólastarf:

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólastarfinu

Jafnréttis skal gætt þegar verkefnum er úthlutað.

Skólastjóri Upphaf skólaárs 2016-2017.


22. gr. jafnréttislaga / kynbundin og kynferðisleg áreitni:

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum.

Gefa nemendum tækifæri á að ræða jafnrétti kynja og þjálfa orðaforða sem nýtist í umræðu um kynin.

Í verklagsreglum Kópavogsbæjar  er fjallað  um kynferðislega áreitni og viðbrögð. Þær eru í handbók starfsmanna og kynntar í strafsáætlun skólans

Stöðug fræðsla til nemenda og starfsfólk.

 

Allir starfsmenn

 

SkólastjórnendurSkólastjórnendur í samráði við hjúkrunarfræðing

Komið í allar kennsluáætlanir í skólaárið 2015-2016

Október ár hvert.


Allt árið


Samstarf heimilis og skóla:

Markmið

(Hvað?)

Aðgerð

(Hvernig?)

Ábyrgð

(Hver?)

Tímarammi

(Hvenær?)

Að mæður og feður taki jafnan þátt í skólastarfinu.

Starfsfólk skólans útiloki ekki annað foreldrið á grundvelli kyns.

Hvetja báða foreldra til að koma á fundi/viðburði

Hvetja til þess að báðir foreldrar mæti á foreldrafundi og taki þátt í foreldrasamstarfi.

Umsjónarkennarar og skólastjórnendur

 

Foreldrasamfélagið

Tekur strax gildi

 

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica