Sími 441 3600

Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun

Í hverri stofu skal vera nafnalisti með nöfnum barnanna.

Ef brunaviðvörunarkerfið gefur viðvörun skal unnið eftir eftirfarandi rýmingaráætlun.

  1. Skólastjóri eða staðgengill fer að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis og aðgætir hvaðan brunaboðið kemur.
  2. Kennarar undirbúa rýmingu kennslustofunnar. Börnin þurfa að fara í skó og yfirhafnir, eftir aðstæðum hverju sinni.
  3. Skólastjóri eða staðgengill hefur samband við slökkvilið í síma 112. Tilkynnir um eld eða gefur skýringar á brunaboðinu. Starfsfólk rýmir skólann og fer á söfnunarsvæðið. Hefur meðferðis nafnalista.
  4. Þegar komið er á söfnunarsvæðið skal hver deild hafa afmarkað svæði. Kennarar fara yfir nafnalista og aðgæta hvort öll börnin hafi komist út, ef ekki skal kennari standa við hópinn og rétta upp hendi.
  5. Skólastjóri eða staðgengill fer á milli hópa og fær upplýsingar um hve mörg börn hafa ekki skilað sér með hópnum út og ef mögulegt er hvar þau sáust síðast á deildinni.
  6. Slökkvilið kemur á staðinn, skólastjórinn eða staðgengillgefur varðstjóra upplýsingar um hve mörg börn hafa orðið eftir inni og hugsanlegar staðsetningar þeirra.
  7. Farið með börn og starfsfólk af svæðinu t.d. í nærliggjandi byggingu ef mögulegt er.

Sá aðili sem síðastur fer út úr hverri stofu skal loka öllum hurðum á eftir sér til að draga úr reykflæði um bygginguna og hindra útbreiðslu elds eins og hægt er. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica