Sími 441 3600

Nemendur

Nemendur

Í Hörðuvallaskóla eru um 872 nemendur skólaárið 2016 - 2017 í 41 bekkjardeild.

Lykilmarkmið Hörðuvallaskóla er að nemendum líði vel í skólanum sem endurspeglast í einkunnarorðum skólans „Það er gaman í skólanum“.

Hörðuvallaskóli er heilsueflandi skóli

Nám

Nám er kjarni skólastarfs og er gott námsgengi forgangsverkefni nemenda og starfsmanna Hörðuvallaskóla. Starfsfólk Hörðuvallaskóla hefur vilja til að vera í fremstu röð hvað varðar nám og kennslu og leggur kapp á að allt starf endurspegli þann metnað. Mikilvægur þáttur til að ná því marki er að efla og styðja nemendur til að setja sér markmið og finna leiðir til að ná þeim.

Kennsluáætlanir haustannar 2015 verða aðgengilegar hjá kennurum. Foreldrar geta haft samband við viðkomandi kennara með tölvupósti og fengið kennsluáætlanir barna sinna.

Rétt er að hafa í huga að um er að ræða áætlanir sem geta tekið breytingum á kennslutímabilinu.

Aðalnámskrá Grunnskóla

 Morgunmatur og nesti

Mikilvægt er að nemendur borði hollan og staðgóðan morgunmat áður en farið er í skólann.

Hörðuvallaskóli leggur áherslu á að nemendur komi með ávexti og grænmeti sem nesti og drekki vatn.

Foreldrar hafa val um að senda börn sín með annað hollt og gott nesti.

Í umhverfisvænu samfélagi leggjum við áherslu á að nemendur komi með allt nesti í fjölnota umbúðum.

Nemendur sem koma með nesti  í einnota umbúðum taka þær með sér heim til förgunar.

Hafa ber í huga að Hörðuvallaskóli er hnetulaus.Þetta vefsvæði byggir á Eplica