Sími 441 3600

Heimanámsstefna

Heimanám

Það er stefna Hörðuvallaskóla að setja nemendum fyrir heimanám. Þá er átt við hóflega heimavinnu sem viðráðanleg er hverjum einstaklingi.

Gert er ráð fyrir að hver nemandi á yngsta stigi lesi heima fyrir foreldra á hverjum virkum degi.

Markmið með heimanámi er að auka tengsl heimilis og skóla og gefa foreldrum innsýn í nám barna sinna. Auk þess stuðlar heimanám að betri námsárangri nemenda.

Lýsing á heimanámi hverrar viku er sent til foreldra nemenda á yngsta stigi í vikubréfi. Eldri nemendur fá upplýsingar um heimanám í gegnum Mentor.

Nemendum í Dægradvöl býðst heimanámsaðstoð í umsjón kennara. Þó er gert ráð fyrir að nemendur lesi heima fyrir foreldra og myn því heimalestur ekki fara fram í heimanámsaðstoðinni. Skil á heimanámi er á ábyrgð foreldra/forráðamanna.Þetta vefsvæði byggir á Eplica