Sími 441 3600

Námsmat

Námsmat

Námsmat felst í því að safna upplýsingum sem eiga að hjálpa nemendum við námið og hvetja þá til að leggja sig enn frekar fram. 

Niðurstöður námsmats byggjast bæði á óformlegu mati kennara og á formlegum aðferðum, s.s. prófum og könnunum. Í Hörðuvallaskóla er lögð áhersla á símat þannig að námsmat fer fram jafnt og þétt á námstímanum. Námsmat fer því ekki eingöngu fram í lok anna heldur er það einn af föstum liðum í skólastarfinu, órjúfanlegt frá námi og kennslu og er þannig hluti skólastarfsins. Allir þættir námsins eru metnir svo sem framfarir, þekking, skilningur, leikni og félagsfærni og próf ýmist skrifleg, verkleg eða munnleg eftir því sem við á. 

Einkunnir nemenda og annar vitnisburður er færður inn í sérstök vitnisburðarblöð úr Mentor, sem nemendur hafa heim með sér. Nemendur og forráðamenn þeirra fá upplýsingar um námsárangur í lok hverrar annar. 

Fyrir foreldra- og nemendaviðtöl er lagt fyrir frammistöðumat í Mentor, sem nemandi og foreldrar ræða og meta í sameiningu s.s. námsstöðu, líðan o.fl. Umsjónarkennari leggur mat á sömu þætti hjá nemandanum í samstarfi við aðra kennara og starfsfólk skólans. Í foreldraviðtali er farið yfir niðurstöður frammistöðumats, sameiginlega. 

Þegar lagt er mat á framfarir og frammistöðu nemenda er áhersla lögð á að nemandi sé metinn út frá eigin forsendum annars vegar og hins vegar í samanburði við jafnaldra í skólanum eða landinu öllu. Einungis þannig verða upplýsingar, sem felast í námsmati, raunhæfar. Notaður er einkunnaskali í prósentum, tölustöfum, bókstöfum eða með umsög. Mikilvægt er þó að hafa í huga að markmið geta verið þess eðlis að ekki er hægt að meta árangur fyrr en seinna í lífinu og verður því ekki allt metið meðan á skólagöngu stendur.Þetta vefsvæði byggir á Eplica