Sími 441 3600

Samstund

Samstund

Það er hefð fyrir samstund í Hörðuvallaskóla. Þá hittast nemendur á sal og eiga þar stund saman ásamt skólafélögum og starfsmönnum skólans við söng og leik.  

Nemendur í1.- 2.árg kl. 8:45-9, 3.-4.árg kl. 8:10-8:20 eru í samstund á mán, mið, fim. og föstudögum. 

Á þriðjudögum eru 4.-7.árg. Kl 8:10 og 1.-3. árg. Kl 8:45 í samstund.

Nemendur á elsta stigi eru í samstund í Vallarkór einn þriðjudag í mánuði kl. 8:15.

Alla jafna er samstund á hverjum skóladegi í Hörðuvallaskóla hjá nemendum í  1.- 4. bekk á sal þar sem nemendur eiga stutta stund saman ásamt skólafélögum og starfsmönnum skólans við söng og leik. Eldri nemendur skólans eru með eina slíka samstund á viku, innan stigs. Á vorönn er spurningakeppni milli bekkja í samstund mið- og elsta stigs.

Alla þriðjudagsmorgna er  samstund tvískipt. Nemendur í 4. -7. bekk mæta í samstund kl. 8:10 til 8:30 og nemendur í 1. – 3. bekk kl. 8:45 - 9:00. Nemendur í 8.-10. bekk hafa samstund í miðrými skólans í Vallakór og skipuleggur hver bekkur eitt atriði á vetri til að sýna. Í 1. – 7. bekk  skipuleggur hver árgangur eitt atriði á vetri til að sýna á sal. Lögð er áhersla á að allir nemendur taki þátt í verkefninu. Aðstandendum þeirra sem sýna er boðið að koma í skólann og fylgjast með.

Í nóvember er söngvarakeppni. Nemendur í 5.-10. bekk  geta valið um að taka þátt í keppninni. Í sameiginlegri samstund á þriðjudagsmorgnum er fyrst undankeppni tvo morgna og loks úrslitakeppni.

Í maí er hæfileikakeppni. Nemendur í 5.-10. bekk geta valið að taka þátt í keppninni. Í sameiginlegri samstund á þriðjudagsmorgnum er fyrst undankeppni tvo morgna og loks úrslitakeppni.

Valda þriðjudaga á skólaárinu flytja nemendur ákveðinna árganga atriði á samstund. Foreldrar/forráðamenn eru þá sérstaklega velkomnir í heimsókn í skólann.


 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica