Sími 441 3600

Skólareglur

Skólareglur Hörðuvallaskóla

Nemendur og fullorðnir sýna hverjir öðrum virðingu, kurteisi og tillitssemi.

1. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum starfsmanna skólans.

Við biðjumst afsökunar ef við brjótum þessa reglu.

2. Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir.

Foreldrar eða forráðamenn skulu tilkynna forföll fyrir kl. 8.10 á skrifstofu skólans og daglega á meðan veikindum stendur.

Við bönkum á dyr og biðjumst afsökunar ef við komum of seint.

3. Nemendur fara úr útiskóm og yfirhöfnum og taka af sér húfur áður en farið er í kennslustund og ganga vel og snyrtilega um húsnæði skólans og eigur hans, s.s. bækur, kennsluáhöld og húsgögn.

Við göngum frá eftir okkur.

4. Hjól eiga að vera í hjólagrindum á skólatíma og hlaupahjól og hjólabretti geymist utandyra.

Notkun hjóla, línuskauta, hjólabretta og hlaupahjóla er óheimil á skólatíma.

5. Nemendur hafa með sér þau gögn sem til þarf í skólann, s.s. bækur, ritföng, nesti og leikfimi-/sundföt. 

Nemendum ber að stunda nám sitt af kostgæfni og virða rétt annarra til að hafa góðan vinnufrið í bekknum.

Við stefnum að virkni í kennslustundum og virðingu fyrir náunganum.

Með því móti stuðlum við að meiri vellíðan í skólanum.

6. Nemendum er óheimilt að fara út af skólalóð í frímínútum.

Á skólatíma eru nemendur á ábyrgð skólans og því mikilvægt að enginn yfirgefi skólann án þess að biðja um leyfi.

7. Nemendum er óheimilt að nota farsíma á skólatíma.

 ALLIR STARFSMENN SKÓLANS SJÁ TIL ÞESS AÐ SKÓLAREGLUNUM SÉ FYLGT.


 Viðurlög við brotum á skólareglum Hörðuvallaskóla

Brjóti nemandi reglurnar, ræðir viðkomandi kennari/starfsmaður málið við nemanda, lætur umsjónarkennara vita og/eða foreldra eftir alvarleika málsins.

Taki nemandi sig ekki á, ber kennara/starfsmanni að ræða við foreldra. Beri viðleitni kennarans/starfsmannsins ekki árangur vísar hann málinu til deildarstjóra. Umsjónarkennari fylgist með allan tímann og kemur að málinu eftir því sem þurfa þykir.

Valdi nemandi óróa eða truflun í kennslu og láti ekki skipast við áminningu kennara er heimilt að taka hann úr kennslustund og láta hann fást við önnur viðfangsefni. Foreldrar látnir vita.

Öll tilvik skulu skráð í dagbók viðkomandi.

Ítrekuð brot á reglum skólans geta leitt til brottvikningar úr skólanum um stundarsakir. Um meðferð alvarlegra eða endurtekinna agabrota vísast til reglugerðar um skólareglur í grunnskóla Nr. 1040/2011.

 

Viðbrögð við brotum á skólareglum

Vinnuferli
  Framkvæmd Framkvæmdaraðili
1.stig Stöðvar brotið. Talar við nemanda. Tekur á málinu strax Hver, sem að máli kemur
Tilkynnir samdægurs um brotið til umsjónarkennara. Færir í dagbók í Mentor. Hver sem kemur að málinu
Talar við nemanda eins fljótt og hægt er. Umsjónarkennari 
Hringir heim til foreldra. Umsjónarkennari
2.stig Ræðir við nemanda Skólastjóri/deildarstjóri
3.stig Ítrekuð brot. Foreldrar kallaðir í viðtal (með/án nemandans), með umsjónarkennara, námsráðgjafa og skólastjórnanda. Umsjónarkennari boðar fundinn
4.stig Málið tekið fyrir á fundi nemendaverndarráðs. Umsjónarkennari vísar málinu þangað. Fylla þarf út eyðublöð.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica