Sími 441 3600

Skólasókn

Skólasókn

Nemendum ber að mæta í alla tíma samkvæmt grunnskólalögum. Veikindi ber að tilkynna til ritara að morgni hvers veikindadags og leyfi sem er lengra en einn dagur þarf að sækja um sérstaklega (gera hér tengil á eyðublaðið á forsíðu)

Mætingar nemenda

Mætingar eru skráðar í Mentor þar sem bæði skóli og foreldrar hafa aðgang og geta fylgst með.

Nemendur í 2. - 10. bekk fá einkunn fyrir skólasókn. Einkunn fyrir mætingu er gefin fyrir hvora önn, haustönn í janúar og vorönn í júní.

Mætingapunktar

  Punktar
Veikindi 0
Leyfi 0
Seinkoma 1
Fjarvist 2

 

Mætingareinkunn

Punktar Einkunn
0-4 10
5-9 9
10-14 8
15-19 7
20-24 6
25-29 5
30-34 4
35-39 3
40-44 2
Fleiri en 45 1

 

Ferli ef mætingu nemenda er ábótavant

Punktar Ferli
10 Umsjónarkennari ræðir við nemanda og skráir í dagbók í Mentor.
15 Umsjónarkennari hefur samband við foreldra/forráðamenn.
20 Umsjónarkennari boðar fund með deildarstjóra, námsráðgjafa, nemanda og foreldrum/forráðamönnum.
25 Umsjónarkennari vísar málinu til nemendaverndarráðs.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica