Sími 441 3600

Fréttir

Opin vika - 13.10.2017

Vikan 16.-20. október er opin vika í skólanum. Það þýðir að foreldrar eru sérstaklega boðnir velkomnir í skólann, hvattir til að kíkja í heimsókn í kennslustundir og kynna sér starfið.  Ekki er um sérstaka dagskrá að ræða hjá okkur heldur einmitt hugmyndin að foreldrar geti kynnt sér hefðbundið skólastarf eins og það lítur út að öllu jöfnu.  Ekki er þörf á að boða komu sína sérstaklega þessa vikuna heldur um að gera að kíkja við í heimsókn þegar best hentar.      
Með von um að sjá sem flesta foreldra! Lesa meira

Kvíði barna og ungmenna - boð á fyrirlestur - 5.10.2017

Foreldrum og starfsfólki skóla er boðið á fyrirlesturinn Kvíði barna og ungmenna, 11. október 2017 kl. 17.30 í Fagralundi, Furugrund 83.  Fyrirlesari er Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingur sem sérhæfir sig í kvíða barna og ungmenna og hefur áralanga reynslu í ráðgjöf er þau mál varða. Í fyrirlestrinum verður fjallað almennt um kvíða barna og ungmenna, eðli hans og birtingarmynd. Farið verður yfir hvenær á kvíði rétt á sér og hvenær hann er farinn að trufla, hvað nærir hann og viðheldur og hvaða leiðir eru færar í baráttunni við kvíðapúkann.

Lesa meira

Fréttabréf október - 2.10.2017

Nú er fréttabréf októbermánaðar komið út og má nálgast það hér.. Lesa meira

Vinaliðaverkefnið hefst - 1.10.2017

Í vetur munum við hefja svokallað "Vinaliðaverkefni" á miðstigi skólans en það felur í sér að fulltrúar nemenda úr öllum bekkjardeildum í 5.-7. bekk taka að sér að stýra leikjum og afþreyingu á skólalóðinni í frímínútunum miðstigsins auk þess að halda utan um leikmuni sem notaðir eru, fylgjast með að enginn sé útundan og láta vita ef þeir sjá eitthvað sem betur má fara.  Nemendur tilnefna vinaliða úr sínum hópi sem gegna hlutverkinu hálfan veturinn en svo eru aftur tilnefndir vinaliðar sem gegna þá hlutverkinu til vors.  Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur sannað gildi sitt bæði þarlendis og hérlendis en fjölmargir íslenskir skólar hafa tekið verkefnið upp á síðustu misserum með aðstoð starfsfólks Árskóla á Sauðárkróki sem aðstoðar skóla við innleiðinguna.  Í síðustu viku var námskeið fyrir vinaliðana okkar þar sem þeir lærðu leiki og voru undirbúnir fyrir starfið framundan og er meðfylgjandi mynd einmitt tekin á námskeiðinu.  Vinaliðaverkefnið mun svo formlega hefjast miðvikudaginn 8. október þegar vinaliðar taka til starfa í frímínútum í fyrsta sinn.   Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica