Sími 441 3600

Fréttir

Kvíði barna og ungmenna - boð á fyrirlestur

5.10.2017

Foreldrum og starfsfólki skóla er boðið á fyrirlesturinn Kvíði barna og ungmenna, 11. október 2017 kl. 17.30 í Fagralundi, Furugrund 83.  Fyrirlesari er Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingur sem sérhæfir sig í kvíða barna og ungmenna og hefur áralanga reynslu í ráðgjöf er þau mál varða. Í fyrirlestrinum verður fjallað almennt um kvíða barna og ungmenna, eðli hans og birtingarmynd. Farið verður yfir hvenær á kvíði rétt á sér og hvenær hann er farinn að trufla, hvað nærir hann og viðheldur og hvaða leiðir eru færar í baráttunni við kvíðapúkann.Þetta vefsvæði byggir á Eplica