Sími 441 3600

Fréttir

Vinaliðaverkefnið hefst

1.10.2017

Í vetur munum við hefja svokallað "Vinaliðaverkefni" á miðstigi skólans en það felur í sér að fulltrúar nemenda úr öllum bekkjardeildum í 5.-7. bekk taka að sér að stýra leikjum og afþreyingu á skólalóðinni í frímínútunum miðstigsins auk þess að halda utan um leikmuni sem notaðir eru, fylgjast með að enginn sé útundan og láta vita ef þeir sjá eitthvað sem betur má fara.  Nemendur tilnefna vinaliða úr sínum hópi sem gegna hlutverkinu hálfan veturinn en svo eru aftur tilnefndir vinaliðar sem gegna þá hlutverkinu til vors.  Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur sannað gildi sitt bæði þarlendis og hérlendis en fjölmargir íslenskir skólar hafa tekið verkefnið upp á síðustu misserum með aðstoð starfsfólks Árskóla á Sauðárkróki sem aðstoðar skóla við innleiðinguna.  Í síðustu viku var námskeið fyrir vinaliðana okkar þar sem þeir lærðu leiki og voru undirbúnir fyrir starfið framundan og er meðfylgjandi mynd einmitt tekin á námskeiðinu.  Vinaliðaverkefnið mun svo formlega hefjast miðvikudaginn 8. október þegar vinaliðar taka til starfa í frímínútum í fyrsta sinn.  Þetta vefsvæði byggir á Eplica