Forvarnaráætlun

Forvarnaráætlun Hörðuvallaskóla er áætlun þar sem leitast er við að nemendur verði besta útgáfan af sjálfum sér. Forvarnaráæltunin beinist einnig að því að gera nemendur færa um að taka eigin ákvarðanir og ábyrga afstöðu til lífsins. Áætlunin er unnin með það að  markmiðiði að forvarnir geti komið í veg fyrir óæskilegan lífssstíl og stuðli að öryggi nemenda í því umhverfi sem þeir lifa við.

Rannsóknir sýna að árangursríkistu forvarnirnar fela í sér að styrkja og styðja börn og ungmenni við að taka heilbrigðar og upplýstar ákvarðanir varðandi líf sitt (Gerrard ofl., 1996; Tobler og Stratton, 1997; Farrell og Barrett, 2007).

Í forvarnaráætlun Hörðuvallaskóla eru heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi (sjá áhersluþætti Kópavogs varðandi heimsmarkmið hér; https://www.kopavogur.is/static/files/Stefnur/stefnumotun_heimsmarkmid.pdf).

Í forvarnarteymi skólans sitja; forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Kúlunnar, aðstoðarskólastjóri Vallakór, námsráðgjafi elsta stigs, skólahjúkrunarfræðingur, fulltrúar foreldra og fulltrúar nemenda.

Hér má nálgast forvarnaráætlun Hörðuvallaskóla í heild sinni.