Samþætt þemanám

Hörðuvallaskóli

Samþætt þemanám hefur verið í innleiðingu í Hörðuvallaskóla frá árinu 2019, ákveðið var að byrja innleiðinguna á 7. bekk og vinna með hana áfram upp á unglingastig einn árgang í einu. Skólaárið 2022 - 2023 mun vera fyrsta árið þar sem að allir bekkir frá 7. til 10. verða í samþættu þemanámi þar sem að öll fög eru tekin inn í. Er þá planið að vinna sig niður frá 6. bekk, þangað til að allur skólinn er samþættur. 

Í Hörðuvallaskóla er teymiskennsla og 2 til 3 kennarar saman með bekk, fer eftir stærð bekkja. Ákveðið var að taka upp leiðsagnarnám og fá nemendur t.d. með verkefnalýsingum hæfniviðmiðin og viðmið um árangur. Uppsetningin er þannig að hvaða starfsmaður skólans getur farið yfir verkefni nemenda og þegar að nemandi hefur ákveðið að verkefninu sé lokið þá skilar hann blaðinu til kennara sem setur matið inn á Mentor. Nemandi veit þá alltaf hvaða námsmat hann fær fyrir verkefnið því námsmat fer alltaf fram með nemendum. 

Þar sem að Hörðuvallaskóli er staðsettur í Kópavoginum þá hafa allir nemendur aðgang að iPad og eru nemendur frá 5 bekk og upp úr með 1:1 aðgengi. Því eru mörg okkar verkefni unnin á iPad eða gert ráð fyrir að þeir hafi gott aðgengi að forritum sem hægt er að nota í spjaldtölvum. 

2022 - 2023

Eldra efni

Ath. frá og með 29. janúar 2024 verður stór hluti af þessu
efni er ekki lengur aðgengilegur vegna flutninga gagna milli kerfa.
Efni sem tilheyrir 8. - 10. bekk er nú eign Kóraskóla.