Þróunarverkefni

Grunnþáttur skólaþróunar er að þátttaka í þróunar, nýbreytni og samstarfsverkefnum á ýmsum sviðum skólastarfsins. Á hverjum tíma er unnið að ýmsum þáttum í þróun skólastarfsins. Ýmist er um að ræða formleg þróunarverkefni sem njóta styrkja eða stuðnings opinberra aðila, eða smærri verkefni í framhaldi af mati á skólastarfinu, sem miða að umbótum eða nýbreytni í einhverjum þáttum í starfinu. 

Eftirfarandi formleg verkefni hafa verið unnin í Hörðuvallaskóla: 

Spjaldtölvuvæðing mið- og elsta stigs, samstarfsverkefni allra grunnskóla í Kópavogi.

Grunnskólabyrjun í brennidepli. Hlaut styrk úr Sprotasjóði 2014.

Byrjendalæsi.

Læsi til náms.

Stærðfræði er skemmtileg, námsefnisgerð. Hlaut styrk úr Þróunarsjóði námsgagna 2013. Hlaut Kópinn 2014.

Stærðfræði er skemmtileg - Stærðfræðiþema. Hlaut styrk úr Vonarsjóði 2009 og úr Sprotasjóði 2010.

Forritun á öllum skólastigum. Hlaut Kópinn 2015.

Örugg netnotkun.

Lestrarhópar.

Heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna. Hlaut Kópinn 2019.