Námsráðgjöf

Námsráðgjafi stendur vörð um félagslega og andlega velferð nemenda, gætir réttarstöðu þeirra og veitir ráð um nám. Hann er talsmaður og trúnaðarmaður nemenda. Helstu hlutverk námsráðgjafa er að veita fræðslu um nám, störf og atvinnulífið, að leiðbeina nemendum með vinnubrögð í námi, að aðstoða nemendur að gera sér grein fyrir eigin getu, áhugasviðum og að meta eigin hæfileika raunsætt miðað við náms- og starfsáætlanir. Auk þess veitir hann einstaklingum og hópum ráðgjöf, sinnir forvarnarstarfi, jafnréttisfræðslu og náms- og starfsfræðslu. Samvinna við kennara er margþætt. Það getur verið allt frá því að vísa á ákveðið náms- og lesefni fyrir einstaklinga allt til hópráðgjafar. Það má hugsa sér að meginþættir varðandi samvinnu við kennara séu fjórir.

  1. Aðstoð við skipulagningu heimanáms nemenda.
  2. Aðstoð vegna áhugaleysis og hegðunarbresta nemenda.
  3. Aðstoð vegna átaks bekkjarins í heimanámi, hópefli eða að koma í veg fyrir einelti.
  4. Kennslufræðileg ráðgjöf.

Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklinga og hópa og eiga allir nemendur kost á því að leita til námsráðgjafa. Foreldrar geta einnig haft samband vegna mála er tengjast námi barna þeirra. Nemendur og foreldrar geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust, pantað tíma eða komið boðum í gegnum starfsfólk skólans.

Námsráðgjafi Hörðuvallaskóla er Karen Kjartansdóttir.