Beiðni um leyfi

Foreldrum/forráðamönnum ber að tilkynna forföll nemenda á skrifstofu skólans sem allra fyrst að morgni með símtali, veikindaskráningu í gegnum mentor.is eða í tölvupósti til ritara fyrir kl. 8:05. Athugið að einungis á að nýta forfallaskráningarmöguleikann á mentor.is ef um veikindi er að ræða. Ef veikindi eða forföll vara lengur en einn dag skal tilkynna þau daglega.

Beiðni um leyfi nemenda skal berast frá foreldrum eða forráðamönnum. Umsjónarkennarar og ritarar afgreiða beiðni um leyfi í 1 eða 2 daga, en skólastjórnendur beiðni um lengra leyfi sem verður þá að vera skriflegt á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má hér. Útfylltar leyfisbeiðnir skal senda á póstfangið ritari.horduvallaskola@kopavogur.is

Foreldrar/forráðamenn eru minntir á að þeir sjá til þess að nemendur vinni það upp sem þeir kunna að missa úr námi meðan á leyfi stendur, sbr. 15. gr. laga um grunnskóla nr.91/2008.