Skólinn okkar

 

horduvallaskoli_litil_mynd

Hörðuvallaskóli er hverfisskóli Kórahverfis í Kópavogi og hóf starfsemi haustið 2006.

Skólinn starfar á tveimur kennslustöðum, í Baugakór 38 og Vallakór 12. Nemendur í 1.- 7. bekk eru staðsettir í Baugakór og nemendur í 8. - 10. bekk í Vallakór, þeir sækja þó kennslu í valgreinum og list- og verkgreinum að mestu leyti í Baugakór. Nemendur í 2. - 10. bekk sækja íþróttatíma í Kórinn og sund er kennt í Salalaug Versölum og í sundlauginni í Boðaþingi. Nemendur 1. bekkjar sækja íþróttatíma í sal skólans í Baugakór

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 7:45 - 15:30 alla virka daga. Skrifstofa skólans er staðsett á efri hæð í Baugakór 38.

Skrifstofa á unglingastigi er staðsett í Vallakór og er opin frá 7:45-14:00.

Anddyri skólans eru opnuð kl. 08:00.

Öllum anddyrum er læst kl. 16:00 nema í gulu álmu hjá Dægradvöl, þar er opið til kl. 17:00.

Kennsla hefst kl. 8:15 hjá nemendum í 3. – 7. bekk, en kl. 8:30 hjá nemendum í 1. og 2. bekk og hjá nemendum í 8.-10. bekk. Boðið er upp á morgundvöl frá kl 8:00 þar til kennsla hefst fyrir yngstu tvo árgangana. Kennslu lýkur á mismunandi tíma eftir dögum og aldri nemenda en kennslulok eru á bilinu kl. 13:00-15:10. Á Mentor má sjá stundaskrá hvers bekkjar.

Sími skólans er 441 3600 og netfang er ritari.horduvallaskola@kopavogur.is