Kór

Kór Hörðuvallaskóla er ætlaður nemendum 3.-7. bekkjar. Kórstjóri frá árinu 2021 er Ása Valgerður Sigurðardóttir. Kórinn æfir á fimmtudögum eftir skóla 3.-4. bekkur 12:50-13:40 og 5.-7. bekkur kl 14:00-14:50. Þau sem fara í Kóraskóla í 8.-10. bekk að loknum Hörðuvallaskóla eru velkomin að halda áfram í kórnum. 

Kórinn syngur á jólaskemmtunum og skólaslitum í Hörðuvallaskóla og hefur komið fram á Aðventuhátíð í Kópavogi, Gerðarsafni, Gjábakka, í Salnum í Kópavogi, Álftaneskirkju við Bessastaði og í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Kórinn tók þátt í Landsmóti barnakóra í Kópavogi 2023 og tekur þátt í Landsmóti barnakóra á Hvolsvelli haustið 2024. Jólatónleikar, æfingadagar og kvöldvökur er partur af skemmtilegu starfi kórsins og áhersla á samvinnu og góðan anda samhliða því að þjálfa kórinn að syngja fjölbreytta tónlist í röddum og koma fram við ólík tækifæri.