Talmeinafræðingur

Við Hörðuvallaskóla starfar talmeinafræðingur sem kemur í skólann samkæmt ákveðnu skipulagi. Verksvið talmeinafræðings er að aðstoða nemendur sem eiga við einhvers konar málörðugleika að etja. Algengast er að talmeinafræðingur fái til meðferðar nemendur með framburðargalla (þ.e. rangan framburð einstakra hljóða) raddveilur (hæsi), stam og seinkaðan málþroska. Foreldrar barna, sem þurfa á aðstoð talmeinafræðings að halda, geta haft samband við umsjónarkennara og/eða deildarstjóra stoðþjónustu, sem kemur tilvísun á framfæri. Telji talmeinafræðingurinn, í kjölfar samtals við nemanda, ástæðu til frekari athugunar og/eða talþjálfunar þá hefur hann samband við forráðamenn viðkomandi nemanda. Með samþykki foreldra eða forráðamanna sjá umsjónarkennarar í samstarfi við deildarstjóra yngsta- og miðstigs um að vísa nemendum til frekari athugunar og eða talþjálfunar. Talmeinafræðingur vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara, sérkennara, stjórnendur skólans og foreldra/forráðamenn.

 

Talmeinafræðingur Hörðuvallaskóla er Dagný Annasdóttir.

Netfang hennar er dagny.a@kopavogur.is