Námsráðgjöf

Námsráðgjafi stendur vörð um velferð nemenda, er málsvari þeirra og trúnaðarmaður.

Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklinga og hópa. 

Allir nemendur eiga kost á því að leita til námsráðgjafa. Foreldrar geta einnig haft samband vegna mála sem tengjast námi barna þeirra.

Námsráðgjafar Hörðuvallaskóla eru Björg Ýr Grétarsdóttir og Íris Arnardóttir

Björg Ýr er staðsett í Vallarkór og tekur á móti nemendum á unglingastigi en Íris er staðsett í stofu 4 í Baugakór og tekur á móti nemendum í 1.-7. bekk.  

Námsráðgjafi og skólasálfræðingur halda úti heimasíðu með ýmsu gagnlegu efni, sjá: 
https://www.hvati.guru/ (Opnast í nýjum vafraglugga)

Helstu verkefni námsráðgjafa;

  • Að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum, þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu.
  • Að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Að undirbúa nemendur undir flutning á milli skóla og / eða skólastiga.
  • Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.
  • Að veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.