Skimanir og greiningar

Skimanir, greiningar

Nemendur sem af einhverjum ástæðum eiga við námsörðugleika að stríða, eiga mjög oft í erfiðleikum við að ná tökum á lestri og/eða stærðfræði. Til að koma til móts við þennan vanda og aðra námsörðugleika er nauðsynlegt að meta sérþarfir nemenda sem allra fyrst á skólagöngunni með öflugri skimun og greiningu. Í ljósi slíkrar skimunar/greiningar getur skólinn, í samvinnu við foreldra/forráðamenn nemandans, brugðist við á markvissan hátt. Í Aðalnámskrá grunnskóla eru settar fram skýrar kröfur til skóla um greiningu á lestrarörðugleikum. Því er réttmætt að tekið sé tillit til lestrarörðugleika/námsörðugleika nemenda við próf og annað námsmat. Mjög duglegir nemendur, afburðanámsmenn og nemendur sem búa yfir sérhæfileikum á vissum sviðum eiga líka að fá námstækifæri við sitt hæfi. Þeir eiga að fá tækifæri til að þroska sérhæfileika sína og nýta tímann til hins ítrasta með því að glíma við fleiri og flóknari verkefni og krefjandi nám. Í þessu skyni verður skólinn að bjóða margvísleg og jafngild námstækifæri þannig að komið sé til móts við sérstöðu einstaklinga. Hver nemandi á að geta fundið nám við sitt hæfi sem eflir hann og þroskar. Sérkennarar í Hörðuvallaskóla sjá um ýmis próf og kannanir sem gerðar eru í skólanum. Kynna verður foreldrum/forráðamönnum fyrirlögn skimana og leita leyfis þeirra vegna fyrirlagna greinandi prófa. Niðurstöður úr prófum ber að kynna foreldrum/forráðamönnum með bréfi eða á fundi.

 

Skimanir sem framkvæmdar eru í skólanum

1. bekkur

  • Tove Krogh-teikniverkefnið, athugar hvort nemendur nái að vinna af sjálfstæði. Hugtakaskilningur, talnagildi, formskyn, fínhreyfingar, blýantsgrip, að fara eftir einföldum og síðar nokkuð flóknum fyrirmælum. Um er að ræða hóppróf sem oftast er lagt fyrir nemendur á haustönn, fyrir fyrsta foreldra- og nemendaviðtalið.
  • Læsi, skimun á lestrargetu, hefti 1.2. Í þessu hefti er prófun á umskráningu á heilum orðum, þekkingu á bókstöfum út frá hljóði og tákni og tengsl þar á milli, ásamt fleiru. Nemendur sem ekki hafa forsendur til að taka prófið við bekkjaraðstæður fá sér aðstæður.
  • Læsi, skimun á lestrargetu, hefti 1.3. Í þessu hefti er prófun á hvort nemendur hafa skilning á einstaka setningum og lengri lestextum, skrifa orð eftir upplestri og að skrifa orða við myndir. Nemendur sem ekki hafa forsendur til að taka prófið við bekkjaraðstæður fá sér aðstæður.
  • Lesferill lagður fyrir í janúar og maí.
  • Kannanir á lestrargetu og lesskilningi nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.

2. bekkur

  • Læsi, skimun á lestrargetu, hefti 2.2. Í þessu hefti eru nokkrar spurningar um viðhorf nemenda til lestrar. Þá eru verkefni er varðar umskráningu algengra orða ásamt verkefnum í að greina samsett orð og orðalestur. Nemendur sem ekki hafa forsendur til að taka prófið við bekkjaraðstæður fá sér aðstæður og lengri tíma. Prófið er lagt fyrir á haustönn.
  • Könnun í stafsetningu. Staðlaður orðalisti fyrir 2. bekk úr Aston-Index greiningaprófinu.
  • Læsi, skimun á lestrargetu, hefti 2.3. Í þessu hefti er lesskilningur nemenda athugaður, ásamt því að skoðað er hversu vel nemendum gengur að ná merkingu úr mismunandi textum. Mismunandi textar eru í verkefninu, bæði frásagnartextar og textar sem fela í sér fyrirmæli. Nemendur sem ekki hafa forsendur til að taka prófið við bekkjaraðstæður fá sér aðstæður og lengri tíma . Prófið er tekið á vorönn. • Lesmál, er staðlað hóppróf sem metur tiltekna grunnþætti í lestri og réttritun. Próþættirnir eru fjórir; umskráning, lesskilningur, hraðlestur og réttritun. Prófið er lagt fyrir á vorönn.
  • Lesferill lagður fyrir í september, janúar og í maí.
  • Kannanir á lestrargetu og lesskilningi nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.

3. bekkur

  • Orðarún, mat á lesskilningi, 3. bekkur. Próf 1, texti 1 og 2
  • Könnun í stafsetningu. Staðlaður orðalisti fyrir 3. bekk úr Aston-Index greiningaprófinu.
  • Orðarún, mat á lesskilningi, 3. bekkur. Próf 2, texti 1 og 2
  • Lesferill lagður fyrir í september, janúar og maí.
  • Kannanir á lestrargetu nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.

4. bekkur 

  • Samræmd könnunarpróf, frá Námsmatsstofnun.
  • Orðarún, mat á lesskilningi, 4. bekkur. Próf 1, texti 1 og 2
  • Könnun í stafsetningu. Staðlaður orðalisti fyrir 4. bekk úr Aston-Index greiningaprófinu.
  • Orðarún, mat á lesskilningi, 4. bekkur. Próf 2, texti 1 og 2
  • Lesferill lagður fyrir í september, janúar og maí.
  • Kannanir á lestrargetu nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.

5. bekkur

  • Orðarún, mat á lesskilningi, 5. bekkur. Próf 1, texti 1 og 2
  • Könnun í stafsetningu. Staðlaður orðalisti fyrir 5. bekk úr Aston-Index greiningaprófinu.
  • Orðarún, mat á lesskilningi, 5. bekkur. Próf 2, texti 1 og 2
  • Lesferill lagður fyrir í september, janúar og maí.
  • Kannanir á lestrargetu nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.

6. bekkur

  • Orðarún, mat á lesskilningi, 6. bekkur. Próf 1, texti 1 og 2
  • Könnun í stafsetningu. Staðlaður orðalisti fyrir 6. bekk úr Aston-Index greiningaprófinu.
  • Orðarún, mat á lesskilningi, 6. bekkur. Próf 2, texti 1 og 2
  • Lesferill lagður fyrir í september, janúar og maí.
  • Kannanir á lestrargetu nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.

7. bekkur

  • Samræmd konnunarpróf, frá Námsmatsstofnun.
  • Orðarún, mat á lesskilningi, 7. bekkur. Próf 1, texti 1 og 2
  • Könnun í stafsetningu. Staðlaður orðalisti fyrir 7. bekk úr Aston-Index greiningaprófinu.
  • Orðarún, mat á lesskilningi, 7. bekkur. Próf 2, texti 1 og 2
  • Lesferill lagður fyrir í september, janúar og í maí.
  • Kannanir á lestrargetu nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.

8. bekkur

  • Orðarún, mat á lesskilningi, 8. bekkur. Próf 1 og 2 - textar 1 og 2
  • Lesferill lagður fyrir í september, janúar og maí.
  • Kannanir á lestrargetu nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.

9. bekkur

  • Samræmd könnunarpróf, frá Námsmatsstofnun.
  • Lesferill lagður fyrir í september, janúar og í maí.
  • Kannanir á lestrargetu nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.

10. bekkur

  • Lesferill lagður fyrir í september, janúar og maí.
  • Kannanir á lestargetu nemenda, lagðar fyrir þegar þurfa þykir.