Dægradvöl Hörðuvallaskóla - Hörðuheimar

Dægradvöl Hörðuvallaskóla ber nafnið Hörðuheimar og er staðsett í gulu álmu í húsnæði skólans í Baugakór.

Starfsáætlun Hörðuheima 2017-2018 - smellið hér

Umsókn um Dægradvöl fer fram í gegnum íbúagátt Kópavogs.

Dægradvöl er fyrir börn í 1. - 4. bekk og er opin frá kl. 12:40 til 17.00. Eftir að skóladegi barnanna lýkur koma þau sjálf niður í Dægradvöl þar sem þau eru skráð inn og starfsfólk fylgist með hvar þau eru við leik og starf uns þau eru skráð út við brottför. Dægradvöl er opin alla daga sem skólinn starfar og einnig allan daginn á starfsdögum kennara, nema að tvo starfsdaga yfir veturinn er Dægradvöl lokuð. Dægradvöl er ekki opin í vetrarfríum. Starfsemi Dægradvalar hefst á skólasetningardegi og lýkur á skólaslitadegi.

Forstöðumaður Dægradvalar er Birta Baldursdóttir, netfang birta.b@kopavogur.is         

Gjald

Samræmt gjald er fyrir vist í Dægradvöl í Kópavogi. Upplýsingar um gjaldskrá má nálgast á vefslóðinni  https://www.kopavogur.is/is/gjaldskra (Opnast í nýjum vafraglugga)

Starfsmenn Dægradvalar sjá um síðdegishressingu sem er um kl. 15.00. Boðið er uppá brauð með áleggi, ávöxt og drykk. Hægt er að vera í áskrift nokkra daga í viku eða alla dagana. 

Gjalddagi er 1. hvers mánaðar og greiðist fyrirfram. Eindagi er 10. hvers mánaðar.

Um jafnt gjald er að ræða og er því sama gjald fyrir vistun óháð fjölda skóladaga í mánuðinum. Í september og maí greiðist hærra gjald þar sem vika af ágúst og júní reiknast með. Gjöld fyrir vistun og síðdegishressingu greiðast í gegnum heimabanka foreldra. Ekki er sendur greiðsluseðill nema foreldrar óski sérstaklega eftir því. Sækja verður skriflega um breyttan viðverutíma eða uppsögn á íbúagátt Kópavogs fyrir 20. næsta mánaðar á undan. Sé það ekki gert framlengist vistunarsamningur óbreyttur til næsta mánaðar og fæst ekki breytt.

Starfsemi

Í Dægradvöl eru nokkrir hópar í gangi og þurfa foreldrar sérstaklega að skrá börnin í þá. Hóparnir eru skák og kór. Gunnar Finnsson skákkennari sér um skákkennsluna. 

Boðið er uppá heimanámsaðstoð (fyrir 2. – 4. bekk) sem kennari við skólann sér um. Nemendur fá aðstoð við heimanámið, þ.e. allt nema lestur. Nemendur þurfa að hafa með sér vikuverkefni, bækur til að vinna í og skriffæri. Ekkert aukagjald er tekið fyrir hópana eða heimanámsaðstoð.

Einnig er boðið upp á danskennslu á vegum Dansskólans Hvannar og þarf að greiða aukalega fyrir þá kennslu, danskennslan fer fram í Kór. HK sér um fylgd nemenda úr Dægradvöl út í tómstundir í Kór.

Starfið í Dægradvöl byggist að miklu leyti upp á vali barnanna og skrá þau sig á valtöfluna sem er fyrir framan stofu Dægradvalar. Meðal þess sem getur verið í vali er Lego, lita, perla, kappla kubbar, bílar, skotbolti, Barbie, fótboltaspil og margt fleira. Einnig erum við mikið úti að leika okkur.

Upplýsingar

Foreldrar eru hvattir til þess að hafa samband við forstöðumann Dægradvalar ef það er eitthvað sem þeir vilja tala um. Best er að hafa samband í tölvupósti eða í síma 441 3600 og þá helst fyrir hádegi.