Læsisstefna

Læsisstefna Hörðuvallaskóla var unnin árið 2017.

Til að hvetja til lestrar og auka lestrarfærni nemenda eru lestrarstundir settar á stundaskrá hjá öllum árgöngum skólans, ætlast er til þess að allir nemendur lesi sér til gagns og ánægju á hverjum degi í skólanum í samræmi við lestrarstefnu skólans og tekin eru skimunarpróf skv. henni. Samstundir eru einu sinni í viku hjá öllum árgöngum.