Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra

Óskilamunir

Nemendur og foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að merkja fatnað og muni sem notaðir eru í skólanum, sérstaklega úlpur, skó og íþróttafatnað. Húsvörður og skólaliðar veita foreldrum aðstoð varðandi óskilamuni. Fatnaður sem ekki er vitjað um fyrir lok skólaársins er gefinn hjálparstofnunum

Ýmis úrræði sem eru foreldrum að kostnaðarlausu og gott er að vita af

Heimili og skóla -landssamtök foreldra bjóða upp á Foreldrasíma Heimilis og skóla. 

Foreldrasíminn er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá ráðgjöf og stuðning. Í Foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál og ráðgjöf veitt eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla.  

Foreldrasími Heimilis og skóla er 516-0100 er opinn frá kl 09 -12 og 13 -21 á virkum dögum og frá 10 -14 um helgar.


Sjónarhóll

Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll er fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Þar starfa ráðgjafar sem eru sérhæfðir í málefnum barna með sérþarfir og fjölskyldna þeirra. Þjónustan er ókeypis og tilvísunar er ekki þörf. Sjónarhóll er að Háaleitisbraut 13, sími 535-1900www.sjonarholl.is (Opnast í nýjum vafraglugga)


Fjölskyldulína Geðhjálpar og RKÍ

Ef foreldrar verða varir við einkenni sem geta verið vísbending um geðheilsuvandamál geta þeir hringt í fjölskyldulínuna. Aðstandendur svara aðstandendum. Grænt símanúmer: 800 5090.


Kvennaráðgjöfin

Ókeypis félagsleg og lögfræðileg ráðgjöf fyrir konur. Opið þriðjudagskvöld kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16.
Aðsetur: Vesturgata 3, 101 Reykjavík, sími 552 1500. 


Foreldrahús

Foreldrasíminn Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur foreldrasíminn 581-1799 við, en hann er opinn allan sólarhringinn.


Náms aðstoð

Betra nám. Bæði hægt að sækja tíma hjá Betra nám, fá ókeypis rafbók um betra nám (gegn því að skrá sig á póstlistann), gagnvirkur vefur til að auka heimalestur (samvinna við foreldra), aðstoð við lesblindu, ýmiskonar fjarnámskeið í boði ss. hraðlestur, minnistækni, stærðfræði, léttlestur og tungumál.

http://betranam.is/blog/glimir-thitt-barn-vid-lesblindu-dyslexiu-kannad-tha-heimalestur/ (Opnast í nýjum vafraglugga)


Fjölmenningasetur

Slóðin inná fjölmenningasetur, gott fyrir nýja íslendinga að skoða    http://www.mcc.is/ (Opnast í nýjum vafraglugga)

EN: First steps for EEA and EFTA Citizens 
PL:  Pierwsze kroki obywatela kraju EOG i EFTA
LT: Pirmieji žingsniai Islandijoje Informacinė knygelė EEE ir EFTA šalių piliečiams
LV: Pirmie soļi EEZ (Eiropas ekonomikas zonas) un EBTA (Eiropas brīvas tirdzniecības asociācijas) valstu pilsoņiem
ES: Los primeros pasos para ciudadanos de países miembros de EEE y AELC
RU:  Первые шаги граждан стран, входящих в ЕЭЗ и ЕАСТ


Jafnréttishús

Jafnréttishús stuðlar að virkum samræðum (e.dialog) milli menningarheima og leggur áherslu á það sem fyrsta skrefið í farsælli aðlögun innflytjenda á Íslandi sem og Íslendinga að fjölmenningarsamfélagi.   http://www.jafn.is/ (Opnast í nýjum vafraglugga)