Bekkjafulltrúar

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir við stjórn Foreldrafélagsins.

Bekkjarfulltrúar allra bekkja mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins og funda með stjórn þess minnst einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót til að samræma störf og til að fá yfirsýn yfir foreldrastarfið í skólanum.

Bekkjarfulltrúar hafa frumkvæði að því að kalla eftir bekkjarsamkomu en bera ekki einir ábyrgð á framkvæmd hennar.
Bekkjarfulltrúar bera ábyrgð á að virkja með sér aðra foreldra til að manna þær rölthelgar sem bekknum er úthlutað.

Bekkjarkvöld

Þegar ákveðið er bekkjarkvöld hjá einum bekk eða fleiri þá er nauðsynlegt að hafa í huga eftirfarandi:

  1. Gert er ráð fyrir því að hver bekkur hafi eitt bekkjarkvöld á skólaári þar sem kennari og nemendur skipuleggja dagskrá.
  2. Önnur bekkjarkvöld geta verið með eða án kennara. Nauðsynlegt er að bekkjarfulltrúar og umsjónarkennari hafi samráð um þau.
  3. Ef kennari er ekki með þarf að hafa samband við húsvörð til að fá lánað skólahúsnæðið. Nauðsynlegt er að hafa góðan fyrirvara á því ca. vika.
  4. Ganga þarf þrifalega um húsnæði.
  5. Skólareglur gilda.
  6. Almennt er gert ráð fyrir því að bekkjarkvöld standi frá kl. 17:00 – 19:00