Lyfjagjöf á skólatíma

Leiðbeiningar vegna lyfjatöku barna í Hörðuvallaskóla á skólatíma

Forsjáraðilar barna í Hörðuvallaskóla, sem óska eftir því að starfsmaður skólans gefi barni lyf á skólatíma, þurfa að sækja um það sérstaklega með tölvupósti til ritara skólans á netfangið; ritari.horduvallaskola@kopavogur.is.

Í kjölfar beiðninnar þurfa báðir forsjáraðilar að gefa samþykki sitt fyrir lyfjagjöfinni á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna hér (eða á skrifstofu skólans):

Beiðni um lyfjagjöf nemenda.

Forsjáraðilar barnsins, sem gefa á lyf, skulu sjálfir afhenda lyf til skóla og í samráði við þann sem gefa skal lyfið, ákveða hvernig haga eigi lyfjagjöfinni. Lyf skulu ekki send með barninu í skólann. Lyf eru geymd í læstri, öruggri hirslu í skólanum.

Í undantekningartilfellum mega börn sjá um sínar lyfjagjafir sjálf, t.d. insúlín eða adrenalín (EpiPen). Einnig mega unglingar hafa dagsskammt af verkjalyfjum meðferðis ef þörf er á t.d. vegna tíðaverkja. Það er alltaf mat forsjáraðila hvort þau geti borið ábyrgð á þeim sjálf.

Við lok skólaárs skulu lyf sem ekki hafa verið notuð sótt af forsjáraðila.

 

 

Þessi síða var uppfærð í ágúst 2026