Sálfræðingur

Sálfræðingar Í Hörðuvallaskóla annast greiningar á börnum og ráðgjöf til foreldra þeirra. Þá sinnir sálfræðingur viðtölum við börn og unglinga og situr í nemendaverndarráði Hörðuvallaskóla. Sálfræðingur skólans sinnir aðallega tilfinningalegum, náms- og félagslegum erfiðleikum barna í skólanum. Ef óskað er eftir aðstoð sálfræðings fyllir umsjónarkennari út umsókn sem fer fyrir nemendaverndarráð sem tekur ákvörðun um hvort vísa eigi málinu til sálfræðings. Ávallt skal liggja fyrir samþykki forráðamanna áður en afskipti sálfræðings hefjast um málefni barnsins. Haft er samband við foreldra þegar röðin kemur að þeim og þeir boðaðir í viðtal. Foreldrar geta einnig leitað til sálfræðings án milligöngu umsjónarkennara.

Skólasálfræðingar skólans eru:

Ása Margrét Sigurjónsdóttir (nemendamál 1.-5. bekkjar)

Erlendur Egilsson (nemendamál 6.-10. bekkjar)