Nemendur

Hér til hliðar má finna ýmsar upplýsingar sem gagnlegar eru fyrir nemendur skólans. 

Myndataka nemenda er árlega í 1. bekk, 5. bekk og 10. bekk. Þá er tekin bekkjarmynd og einstaklingsmynd fyrir Mentor.

Nesti og matarvenjur Mikilvægt er að nemendur borði hollan og staðgóðan morgunmat áður en farið er í skólann. Á elsta stigi er boðið upp á hafragraut í morgun frímínútum. Hörðuvallaskóli leggur áherslu á að nemendur komi með ávexti og grænmeti sem nesti og drekki vatn. Foreldrar hafa þó val um að senda börn sín með annað hollt og gott nesti. Í umhverfisvænu samfélagi leggjum við áherslu á að nemendur komi með allt nesti í fjölnota umbúðum. Nemendur sem koma með nesti í einnota umbúðum taka þær með sér heim til förgunar. Hafa ber í huga að skólinn er hnetulaus.