Skákkennslu í skólanum er þannig háttað í vetur að nemendur í 3.-7. árgangi geta valið að fara í einn 40 mínútna skáktíma á skólatíma. Skákkennsluna annast Gunnar Finnsson skákkennari. Í 1. árgangi eru öllum nemendum kennd grunnatriði í skák. Boðið er upp á skákval í 8.-10. bekk þá kennslu annast Vignir Vatnar Stefánsson. Skákkennslan fer þannig fram að nemendur fá tæknileg viðfangsefni sem er skipt í 12 þrautir, brons, silfur og gull. Auk þess eru haldin skákmót innan skólans og einnig farið á önnur skákmót.