Skóladagatal

Skóladagatal 2025-2026

 

 

Skýringar við skóladagatal

Hér að neðan er að finna skóladagatal skólaársins eins og það var samþykkt af skólanefnd. Hér á eftir er að finna nánari útskýringar á því.

  • 15. og 18-22. ágúst. Endurmenntunar- og skipulagsdagar. Þessa daga eru starfsmannafundir, skipulagsfundir, undirbúningur kennslu og móttaka nýrra nemenda, námskeið og fleira.
  • 25. ágúst. Skólasetning.
    • 1. bekkur - einstaklingsviðtöl. Tímasetningar í tölvupósti frá kennurum.
    • 2. og 3. bekkur - í samkomusal skólans kl. 09:00
    • 4. og 5. bekkur - í samkomusal skólans kl. 10:00
    • 6. og 7. bekkur - í samkomusal skólans kl. 11:00
  • 26. ágúst. Kennsla hefst skv. stundaskrá.
  • 10. október. Skipulagsdagur. Frístund er opin.
  • 13.-17. október. Foreldra- og nemendaviðtalsvika. Hefðbundinn skóladagur hjá nemendum. Samtöl fara fram eftir að kennslu líkur.
  • 27.-28. október og 19.-20. febrúar eru vetrarleyfi. Frístund er lokuð í vetrarleyfum.
  • 31. október. Hrekkjavaka. Uppbrotsdagur (fullur skóladagur). Hefðbundið skólastarf er brotið upp.
  • 7. nóvember. Baráttudagur gegn einelti. Uppbrotsdagur (fullur skóladagur). Hefðbundið skólastarf er brotið upp.
  • 20. nóvember. Dagur mannréttinda barna. Uppbrotsdagur (fullur skóladagur). Hefðbundið skólastarf er brotið upp.
  • 12. nóvember. Skipulagsdagur. Undirbúningur kennslu. Frístund lokuð.
  • 1. desember. Fullveldisdagurinn. Uppbrotsdagur (fullur skóladagur). Hefðbundið skólastarf er brotið upp.
  • 15. desember. Fjölgreindaleikar. Uppbrotsdagur (fullur skóladagur). Hefðbundið skólastarf er brotið upp.
  • 19. desember. Jólaskemmtun. Dagskrá á sal. Sveigjanleg stundaskrá og skertur skóladagur. Frístund opin eftir að jólaskemmtun lýkur.
  • Jólaleyfi nemenda er frá og með 20. desember til og með 5. janúar. Frístund er opin virka daga í jólaleyfi (sérstök skráning)
  • 5. janúar. Skipulagsdagur. Fundahöld og undirbúningur. Frístund opin.
  • 28. janúar. Foreldra- og nemendaviðtöl. Allir nemendur eru boðaðir í viðtal við umsjónarkennara ásamt forsjáraðilum þar sem farið er yfir þann tíma sem búinn er og litið fram á veginn.
  • 2. febrúar. Barnaþing. Uppbrotsdagur (fullur skóladagur). Hefðbundið skólastarf er brotið upp.
  • 18. febrúar. Öskudagur. Skipulögð dagskrá fram að hádegi. Sveigjanleg stundaskrá. Frístund opin eftir það.
  • 10. mars. Skipulagsdagur. Frístund lokuð.
  • 24.-26. mars. Þemadagar eru uppbrotsdagar (fullur skóladagur) þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp og unnið að ákveðnu þemaverkefni þvert á skólann.
  • 27. mars. Uppskeruhátíð þemadaga er skertur skóladagur.
  • Páskaleyfi nemenda er frá og með 28. mars til og með 6. apríl. Frístund er opin virka daga í páskaleyfi (sérstök skráning).
  • 15. maí. Skipulagsdagur. Frístund opin.
  • 4. júní. Skólahlaup. Uppbrotsdagur (fullur skóladagur). Hefðbundið skólastarf er brotið upp.
  • 5. og 8.-9. júní. Vordagar sem eru skertir skóladagar. Á þessum dögum er komin hefð á ákveðna dagskrá sem innifelur svokallaða Hörðuvallaleika og gönguferð í Guðmundarlund með grilli og leikjum. Sveigjanleg stundaskrá er báða vordagana. Frístund opin eftir það.
  • 10. júní. Skólaslit. Sveigjanleg stundaskrá.
  • 11.–12. júní. Skipulagsdagar kennara. Frágangur og uppgjör á skólaárinu.

 

 

 Þessi síða var uppfærð í september 2025