Mentor og Classroom

Mentor

Skólinn notar vefforritið Mentor, sem auðveldar allt eftirlit með skólasókn og ástundun nemenda. Kennarar færa reglulega inn á Mentor hvernig þessi mál standa hjá einstökum nemendum og geta foreldrar þannig fylgst með námsframvindu og ástundun barna sinna frá degi til dags. Skólasókn nemenda er send foreldrum vikulega í gegnum tölvupóst. Forráðamenn geta sjálfir breytt upplýsingum sínum, þ.á.m. netföngum, með eigin aðgangi á Mentor. Glatist lykilorð geta forráðamenn smellt á Gleymt/nýtt lykilorð á innskráningarsíðu Mentor.

Með því að smella hér er hægt að fara beint á heimasíðu Mentor. Þar er meðal annars hægt að finna handbók fyrir aðstandendur nemenda í grunnskóla ef valið er grunnskóli inni á síðunni þeirra.

Á YouTube hefur Mentor einnig búið til fjölmörg kynningar myndbönd sem má nálgast hér.

Þau fjalla meðal annars um hvernig á að bóka foreldraviðtöl, sækja mentor app í símann, hvernig hægt er að skoða skýrslu yfir stöðu nemenda í hverri námsgrein fyrir sig, námsmat, námslotur o.fl.

 

-----------------------------------------

Google Classroom

Þegar nemendur fá afhendar spjaldtölvur færist utanumhald yfir verkefni yfir á námsumsjónarkerfi í gegnum Google sem nefnist Google classrom.

Á Classroom setja kennarar inn m.a. áætlanir, verkefni og þar eru skilahólf fyrir verkefni nemenda.  

Til að auðvelda foreldrum að átta sig á þessum tveimur kerfum var útbúin kynning á Mentor og Classroom fyrir foreldra.

Kynninguna má nálgast hér.