Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð Nemendaverndarráð

Hörðuvallaskóla starfar samkvæmt 40. gr. laga um grunnskóla (91/2008), reglugerð nr. 584 frá 2010. Markmið nemendaverndarráða er að bæta sérfræðiþjónustu við nemendur og gera hana skilvirkari.Nemendaverndarráð heldur hálfsmánaðarlega fundi sem skólastjórnendur, sálfræðingur, námsráðgjafar, og hjúkrunarfræðingar sitja. Ráðið er skólastjórnendum til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Nemendaverndarráð fjallar um úrræði í málum nemenda sem til þess er vísað. Nemendaverndarráð fer einnig með hlutverk eineltisteymis skólans og áfallaráðs skólans. Þurfi nemandi að mati umsjónarkennara, á sérstakri aðstoð að halda vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, skal umsjónarkennari vísa málinu skriflega til nemendaverndarráðs eða stoðþjónustu eftir því sem við á (sjá aftar). Fundir eru bókaðir og farið með allar upplýsingar samkvæmt reglum um meðferð trúnaðargagna.