Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.
Skólaráð:
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
Skólastjóri:
Þórunn Jónasdóttir skólastjóri
Aðstoðarskólastjórar í forföllum skólastjóra
Fulltrúar foreldra
Kolbrún Ýr Jónsdóttir
Halla Björg Evans
Fulltrúi grenndarsamfélags:
Marta Kristín Sigurjónsdóttir
Fulltrúi kennara:
Þórdís Guðný Magnúsdóttir
Jóhanna Gísladóttir
Fulltrúi starfsfólks
Ingibjörg Heiðdal
Fulltrúar nemenda:
Einar Oddur Hafþórsson
Vanessa Dalila Maria R. Blaga
Fundargerðir skólaráðs