Helstu viðburðir skólaársins
Fullveldisdagurinn
Til að minnast fullveldisdagsins er ætíð ákveðin dagskrá 1. desember. Þann dag eru nemendur í 1. 4., 7. og 10. bekk með dagskrá í knatthúsinu Kórnum. Auk þess er flutt ræða í tilefni dagsins. Aðstandendum er boðið að koma og fylgjast með dagskránni sem er í um klukkustund. Síðasta skóladag fyrir jól er jólaball. Nemendur í 6. bekk sýna leikrit, kór skólans syngur, nemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs leika nokkur lög, óvæntur gestur lítur oftast við og gengið er í kringum jólatré.
Öskudagur
Öskudagur er óhefðbundinn dagur í Hörðuvallaskóla. Mæting í skólann er samt á hefðbundnum tíma. Mælst er til að allir mæti í furðufötum eða grímubúningi bæði börn og fullorðnir. Dagskrá er á sal skólans, kötturinn sleginn úr tunnunni, ýmis afþreying og tilboð eru á svæðum víðsvegar um skólann og í lok skóladags er síðan diskótek í salnum. Skipulagðri dagskrá lýkur um 12:00.
Unicef hlaup
Að vori er hlaupið UNICEF hlaup í skólanum til styrktar starfsemi UNICEF með börnum í þróunarlöndum.
Vordagar og Hörðuvallaleikar
Þrír dagar að vori eru svokallaðir vordagar. Þetta eru skóladagar með óhefðbundinni dagskrá, þ.e. hefðbundin stundaskrá er lögð til hliðar. Skólahald hefst báða dagana kl 8:10. Annan daginn ganga allir nemendur skólans ásamt starfsfólki upp í Guðmundarlund. Þar er farið í leiki, grillaðir hamborgarar, sunginn fjöldasöngur og loks gengið heim í skóla aftur. Skóladegi lýkur um kl 13:00. Markmiðið er að allir í skólanum eigi saman ánægjulega samveru og njóti náttúrunnar í nágrenni skólans. Hörðuvallaleikar eru einnig á vordögum. Þá er nemendum skipt upp í hópa innan hvers stigs, yngsta stig , og miðstig og fram fara íþróttaleikar. Hörðuvallaleikar á elsta stigi eru á öðrum tíma á vorönn. Leitast er við að brjóta upp hefðbundna kennslu þegar tilefni gefst til s.s. á degi íslenskrar tungu, degi stærðfræðinnar, degi íslenskrar náttúru og degi bókarinnar. Í flestum tilvikum er slíkt uppbrot inni í bekkjum undir stjórn umsjónarkennara.