Innra mat Hörðuvallaskóla er ein leið til þess að miðla þekkingu á skólastarfinu og upplýsingum um það.
Innra matið veitir upplýsingar um í hve miklu mæli árangur skólastarfsins er í samræmi við markmið skólans.
Matið á að draga fram sterkar og veikar hliðar ýmissa þátta skólastarfsins og á að leiða til úrbóta á veikleikum.
Á skólaárinu 2018 – 2019 eru lagðar fyrir eftirfarandi kannanir:
Auk framangreinds eru nýtt til matsvinnu ýmis gögn sem til falla í skólastarfinu s.s. niðurstöður samræmdra prófa, niðurstöður læsisprófa, upplýsingar um ástundun og fjarvistir nemenda, niðurstöður úr námsmati skólans, samandregnar niðurstöður úr starfsmannasamtölum o.fl.
Matshópur skólans fer yfir niðurstöður kannana ásamt öðrum gögnum (án þess að um persónugreinanlegar upplýsingar sé að ræða), og gerir tillögur um úrbætur. Úrbótatillögum er eftir atvikum framfylgt strax á skólaárinu, eða hafðar til hliðsjónar við skipulagningu næsta skólaárs og er þá getið í næstu starfsáætlun.
Á skólaárinu verður sjónum sérstaklega beint að þáttum sem snerta úrbótatillögur, s.s. kennsluháttum, námsárangri nemenda, upplýsingaflæði, fræðslumálum starfsmanna. Á skólaárinu verður svo unnin ítarlegri matsáætlun til lengri tíma.
Hér má finna hluta af þeim gögnum sem lögð eru til grundvallar mati á skólastarfi í Hörðuvallaskóla:
Skólaárið 2018-2019
Nemendakönnun Skólapúlsins 6.-10. bekkur, niðurstöður sept-des
Skólaárið 2017-2018
Starfsáætlun Hörðuvallaskóla 2017-2018
Nemendakönnun Skólapúlsins 1.-5. bekkur 2017-2018
Nemendakönnun Skólapúlsins 6.-10. bekkur 2017-2018
Starfsmannakönnun Skólapúlsins vor 2018
Umbótaáætlun vegna ytra mats vorið 2017
Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk sept 2017
Skólaárið 2016-2017:
Ytra mat Menntamálastofnunar fyrir ráðuneyti og Kópavogsbæ - lokaskýrsla
Nemendakönnun Skólapúlsins 2016-2017
Skýrsla vegna rýnihópavinnu og umbótaáætlun v/ bókunar í kjarasamningi FG
Skoðanakönnun um drög að stefnu skólans 2017 - niðurstöður
Aðgerðaáætlun vegna húsnæðismála 2017-2020 - útgáfa apríl 2017
Foreldrakönnun Skólapúlsins 2016-2017
Könnun stöðu skóla sem lærdómssamfélag - febrúar 2017
Skýrsla Ingvars Sigurgeirssonar um nýtingu kennslurýma og teymiskennslu - febrúar 2017
Líðan/vinátta/einelti, könnun meðal nemenda í 4.-10. bekk október 2016
Niðurstöður samræmdra prófa
Skólaárið 2015-2016:
Starfsmannakönnun Skólapúlsins 2015-2016
Nemendakönnun Skólapúlsins 2015-2016
Eldri gögn:
Foreldrakönnun Skólapúlsins 2014-2015
Nemendakönnun Skólapúlsins 2014-2015
Starfsmannakönnun Skólapúlsins 2013-2014
Foreldrakönnun Skólapúlsins 2012-2013