Félagsmiðstöð

Kúlan

Félagsmiðstöðin Kúlan er starfrækt allt skólaárið og er undir stjórn Frístunda- og forvarnadeildar Kópavogs. Félagsmiðstöðin er staðsett í Hörðuvallaskóla Baugakór en einnig er starfsemi í hádeginu í Vallakór 12. Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á uppbyggilegt tómstundastarf, stuðla að forvörnum og byggja upp jákvæða ímynd hjá unglingum svo fáein dæmi séu nefnd. Einnig er hvatt til lýðræðislegrar þátttöku og það er gert m.a. í formi unglingaráðs. Opið er í félagsmiðstöðinni alla mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17:00-18:30 og frá kl. 19:30-22:00. Einnig er opið annan hvern föstudag og þá eru oft sameiginlegir viðburðir og böll. Félagsmiðstöðin er hugsuð fyrir krakka í unglingadeild Hörðuvallaskóla, 8.-10. bekk.

Félagsmiðstöðin heldur úti Facebook síðu sem við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til þess að skoða. Þar koma inn allar auglýsingar og upplýsingar um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og auðvelt er að fylgjast með hvað er að gerast hverju sinni. https://www.facebook.com/felagsmidstodinkulan 

 

Forstöðumaður: Bjarki Sigurjónsson
Gsm: 696 -1631. Netfang: bjarkisig@kopavogur.is

Upplýsingar um starfsemi Kúlunnar er einnig að finna á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar.