1.desember hátíð

Þann 1.desember fögnuðum við fullveldisdeginum með því að allur skólinn kom saman í Kórnum. 1.bekkur söng fyrir okkur tvö jólalög, 4.bekkur söng Ísland er land þitt og spilaði á blokkflautur, 7. bekkur las jólasveinavísur og grýlukvæði og 10. bekkur var með dansatriði um fullveldið. Nemendur stóðu sig öll með miklum sóma . MC Gauti slaufaði svo hátíðinni með pomp og prakt. Frábær byrjun á desembermánuði.


Athugasemdir