22.08.2023
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir
Hér eru hagnýtar upplýsingar til foreldra/forsjáraðila í skólabyrjun
Lesa meira
16.06.2023
Oddrún Ólafsdóttir
Við óskum nemendum, foreldrum og starfsmönnum skólans gleðilegs sumars.
Skrifstofa skólans verður lokuð frá 19. júní og opnar aftur föstudaginn 4. ágúst.
Skólaboðunardagur verður 23. ágúst og munu foreldrar nemenda í verðandi 1. bekk fá boð í einstaklingsviðtöl hjá umsjónarkennurum. Nemendur sem fara í 2.-7. árgang verða boðaðir til umsjónarkennara þann dag þar sem nemendur fá stundatöflu og fleiri upplýsingar. Ekki verða einstaklingssamtöl í þessum árgöngum nema foreldrar óski sérstaklega eftir því. Umsjónarkennarar senda út tímasetningar og frekari upplýsingar til foreldra eftir 15. ágúst.
Lesa meira
02.05.2023
Oddrún Ólafsdóttir
Kór Hörðuvallaskóla varði helginni ásamt 250 öðrum börnum á Landsmóti íslenskra barnakóra sem haldið var í Kópavogi þetta árið. Gleði, samvinna og fjölbreytileiki í fyrirrúmi og þemað var Júróvisjón og má sjá hér brot af afrakstri kóramótsins en börnin komu öll saman á tónleikum í Digraneskirkju á sunnudaginn. Kórinn stóð sig með stakri prýði og var skólanum, sér og sínum til mikils sóma!
Við erum svo stolt af kórnum okkar og því hvað þau standa sig vel 💚
Lesa meira
27.02.2023
Oddrún Ólafsdóttir
Það ríkti mikil gleði og var alveg ógurlega gaman hjá okkur á öskudaginn í seinustu viku. Hér má finna nokkrar myndir frá deginum og munu jafnvel fleiri bætast við :)
Lesa meira
22.02.2023
Nína Ýr Nielsen
Vetrarleyfi í skólanum er dagana 23. og 24. febrúar.
Sjá tilboð frá Bókasafni Kópavogs.
Lesa meira
06.02.2023
Oddrún Ólafsdóttir
Appelsínugul veðurviðvörun á morgun. Endilega kynnið ykkur tilmæli vegna mögulegra áhrifa á skólastarf. Sjá nánar hér
Lesa meira
02.02.2023
Oddrún Ólafsdóttir
Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa aukið við þjónustuna sína og eru farin að bjóða upp á Foreldrasíma Heimilis og skóla.
Foreldrasíminn er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá ráðgjöf og stuðning. Í Foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál og ráðgjöf veitt eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla.
Foreldrasími Heimilis og skóla er 516-0100 er opinn frá kl 09 -12 og 13 -21 á virkum dögum og frá 10 -14 um helgar.
Lesa meira
27.01.2023
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir
Samþykkt var í skólaráðsfundi í janúar að hætta að senda út fréttabréf til foreldra í tölvupósti út skólaárið. Þess í stað munu fréttir af starfinu koma jafnt og þétt inn á heimasíðu skólans og á Facebook síðu skólans.
Við viljum benda foreldrum sem eru að koma með börn sín í skólann í Baugakór að ekki er leyfilegt að leggja bílum sínum í hringtorg skólans ef fylgja þarf barni inn í skólabygginguna. Við bendum á stæði sem eru innar á bílastæðinu sem hægt er að leggja í á meðan farið er með barnið inn í skólann. Annars hvetjum við til þess að börn gangi í skólann og sérstaklega þegar vel viðrar og sól fer hækkandi á lofti.
Leiðarvísir og gagnlegar upplýsingar fyrir foreldrarölt í Kópavogi má finna hér en búið er að gefa út Handbók foreldrarölts.
Lesa meira