Átta nemendur Hörðuvallaskóla í úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar

Við í Hörðuvallaskóla eigum 8 nemendur í úrslitum Pangea stærðfræðikeppninnar en það er alþjóðleg keppni sem nú er haldin í þriðja skiptið fyrir nemendur í 8.-9. bekkjum á Íslandi. Í þetta skiptið tóku þátt tæplega 2800 nemendur hérlendis, 89 þeirra komast í úrslitakeppnina og við eigum semsagt 8 af þeim. Nemendur okkar sem komust í úrslit eru Ari Þröstur Arnarsson, Arnar Freyr Tandrason og Ísleifur Arnórsson í 8. bekk og Atli Christian Pálsson, Hildur Lilja Ágústsdóttir, Ingimar Ólafsson, Sverrir Hákonarson og Vilmundur Máni Þrastarson úr 9. bekk. Glæsilegur árangur hjá okkar nemendum!
Úrslitakeppnin verður haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 17. mars nk.
Í Pangeu er lögð áhersla á að auka áhuga þátttakenda á stærðfræði og allir eru hvattir til að taka þátt, bæði þeir sem eru vanir stærðfræðikeppnum á borð við Pangeu og líka þeir reynsluminni. Keppnin er þannig skipulögð að dæmin sem lögð eru fyrir eru mismunandi erfið. Með því er vonast til að allir fái að glíma við dæmi við sitt hæfi. Keppnin sjálf skiptist í þrennt og eru fyrstu tvær umferðirnar haldnar í grunnskólunum sjálfum. Þannig geta 8. og 9. bekkingar hvaðanæva af landinu skráð sig og tekið þátt óháð búsetu. Áhersla er lögð á að allir geti lært stærðfræði og notað hana til að skilja veröldina í kringum sig betur.


Athugasemdir