Aðventustund Foreldrafélagsins

Miðvikudaginn 12. desember kl. 17:30 stendur Foreldrafélagið, í samstarfi við bekkjarfulltrúa, fyrir aðventugöngu / aðventustund. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:
Allir mæta með góða skapið, jólahúfu og vasaljós! Lagt verður af stað í göngu um nágrennið kl. 17:30
Að lokinni göngu mun hópur frá skólahljómsveit Kópavogs flytja nokkur lög og danspör frá dansfélaginu Hvönn dansa og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur
Hlökkum til að sjá sem flesta í hátíðar- og friðarskapi.
Við hvetjum alla til að koma gangandi, því takmarkað er af bílastæðum.
Kær kveðja Stjórn Foreldrafélags Hörðuvallaskóla


Athugasemdir