Ari Þröstur í 2. sæti í Pangea keppninni

Keppendur Hörðuvallaskóla í úrslitum Pangea keppninnar 2018
Keppendur Hörðuvallaskóla í úrslitum Pangea keppninnar 2018

Úrslit Pangea stærðfræðikeppninnar á Íslandi fóru fram þann 17. mars sl.  Við í Hörðuvallaskóla áttum 8 keppendur í úrslitakeppninni sem var glæsilegur árangur hjá okkur fólki, en í úrslit komust 89 nemendur af landinu öllu.  Að lokum fóru leikar þannig að einn af okkar nemendum náði verðlaunasæti en það var Ari Þröstur Arnarsson í 8. bekk sem hafnaði í öðru sæti í flokki 8. bekkjar nemenda.  Innilega til hamingju með árangurinn!  

Úrslit urðu annars sem hér segir: 

8. bekkur
1. sæti - Ingi Hrannar Pálmason Brekkuskóla
2. sæti - Ari Þröstur Arnarsson Hörðuvallaskóla
3. sæti - Benedikt Magnússon Hagaskóla

9. bekkur
1. sæti - Þorkell Auðunsson Hagaskóla
2. sæti - Einar Andri Víðisson Vættaskóla
3. sæti - Sæmundur Árnason  Foldaskóla

Hér má sjá Ara Þröst ásamt Hrafnhildi stærðfræðikennara. 

 


Athugasemdir