Eineltisteymi og eineltisáætlun

Á haustmisseri var mikil umræða um eineltismál í samfélaginu og mátti sjá dæmi um alvarleg mál sem komu upp í fréttamiðlum. Skólinn tekur alvarlega ef grunur er um einelti og er mikilvægt að foreldrar láti kennara eða stjórnendur vita ef þeir gruna einelti, hvort sem það sé í garð þeirra eigins barn eða annarra. Mikilvægt er þegar eineltismál koma upp að allir foreldrar vinni saman að lausn mála með skólanum. Reynsla okkar sýnir að ef samstaða foreldra er í málum er auðveldara að vinna á eineltinu. Erfiðara er að stöðva eineltið ef samstaða foreldra er ekki til staðar.

Einnig viljum við benda á að undanfarin ár hefur aukning verið á tilkynningum til skólans á einelti sem fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Oft hefur verið erfitt fyrir okkur að vinna á þeim málum ef foreldrar halda áfram að leyfa barninu sínu að vera á samfélagsmiðlinum. Okkur langar að benda á að aldurstakmark flestra samfélagsmiðla er 13 ára. Helsta ástæða fyrir aldurstakmörkunum á samfélagsmiðlum er þroski nemenda og að þeir séu ekki stakkbúnir að takast á við það umhverfi sem samfélagsmiðlarnir bjóða upp á.

Í haust var sett á laggirnar eineltisteymi í skólanum, en áður var eineltisteymi hluti af nemendaverndarráði. Fyrsta verkefni eineltisteymisins var að endurskoða eineltisáætlun skólans og má nálgast hana hér fyrir neðan. Einnig er hún aðgengileg á heimasíðu skólans. Eineltisteymið fundar mánaðarlega um þau eineltismál sem eru í gangi hverju sinni í skólanum. Þess fyrir utan er hlutverk teymismeðlima að ganga úr skugga um að málum sé fylgt eftir og unnið sé eftir verkferlum skólans. Í eineltisteyminu í vetur sitja eftirfarandi starfsmenn:

  • Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, aðstoðarskólastjóri Baugakór
  • Tanja Hermannsen, umsjónarkennari 8. árgangs
  • Sigríður Heiða Guðmundsdóttir, umsjónarkennari 6. árgangs
  • Ólöf Gísladóttir, umsjónarkennari 3. árgangs
  • Róslaug Guðrún Agnarsdóttir, umsjónarkennari 1. árgangs
  • Ingibjörg Heiðdal Friðriksdóttir, stuðningsfulltrúi
  • Karen Kjartansdóttir námsráðgjafi í Baugakór (frá 1. febrúar 2023).

Eineltisáætlun skólans má finna hér 


Athugasemdir