Heimanámsaðstoð

Heimanámsaðstoð Bókasafns Kópavogs hefst að nýju í næstu viku, en aðstoðin er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða krossins á Íslandi og bókasafnsins. Hún verður líkt og undanfarin ár tvisvar sinnum í viku:

•             Á aðalsafni á þriðjudögum kl. 14:30-16:30

•             Á Lindasafni á miðvikudögum kl. 14:30-16:30

Nemendur mæta með heimalærdóm og grunnskólakennari verður á staðnum nemendum til aðstoðar.

Nemendur þurfa ekki að skrá sig í heimanámsaðstoðina, hún kostar ekkert og það er engin mætingarskylda.

Nánari upplýsingar veitir Ágústa Bárðardóttir, umsjónarmaður heimanámsaðstoðar og grunnskólakennari, agustab@kopavogur.is


Athugasemdir