Hörðuvallaskóli STEAMing Ahead (Erasmus+ verkefni)

Hörðuvallaskóli tekur þátt í Erasmus+ verkefni sem nefnist STEAMing Ahead. Markmið verkefnisins er að efla kennslu í náttúruvísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði með áherslu á sjálfbærni og stafræna nýsköpun. Með verkefninu eiga kennarar að fá ný verkfæri og aðferðir til kennslu í gegnum netnámskeið, kennsluefni og skapandi þrautaleiki (Escape Games). Nemendur fá tækifæri til að þróa gagnrýna hugsun, samvinnu og lausnamiðaða nálgun í námi.

Verkefnið er samstarf sex skóla og stofnanna frá Lettlandi, Tyrklandi, Litháen, Íslandi og Grikklandi og stendur yfir árin 2025-2027.
Fyrsti fundur verkefnisins var haldinn í Riga í Lettlandi í síðustu viku. Tinna, deildarstjóri á miðstigi, og Sigga Th., kennari í snillismiðju, sóttu fundinn ásamt fleiri fulltrúum þeirra landa sem taka þátt í verkefninu.