Íslandsmeistarar í sjötta sinn!

Íslandsmeistarar í sjötta sinn!

A-sveit Hörðuvallaskóla vann yfirburðasigur á Íslandsmóti grunnskólasveita í skák, sjötta skiptið í röð sem er Íslandsmet!


Sveitin hlaut 26 vinninga af 28 mögulegum eða tæp 93%.  A-sveit Rimaskóla hafnaði í öðru sæti með 18 ½  vinning og A-sveit Laugalækjarskóla varð þriðja með 17 vinninga.

Sveit HV var þannig skipuð að venju:  Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem, Arnar Milutin Heiðarsson, Sverrir Hákonarson og Óskar Hákonarson.
Liðsstjórar voru Gunnar Finnsson og Óskar Hákonarson.

Vignir, Stefán og Arnar fengu viðurkenningu fyrir besta árangur á fyrsta, öðru og þriðja borði en þeir unnu allar sínar skákir.  Sverrir vann einnig allar skákir sínar en tefldi færri.

B-sveit HV, sigurvegarar í Íslandsmóti barnaskólasveita, tók þátt í grunnskólamótinu og lenti í 8.-9. sæti með 14 vinninga.

Sveitin var þannig skipuð:  Benedikt Briem, Grétar Jóhann Jóhannsson, Guðrún Fanney Briem, Guðmundur Reynir Róbertsson, Hilmar Óli Viggósson og Alexander Rúnar Róbertsson.
Liðsstjóri var Kjartan Briem.

B-sveitin hlaut viðurkenningu fyrir besta frammistöðu B-liða í mótinu.

Lið Hörðuvallaskóla sem sigruðu á Íslandsmóti barnaskóla – og grunnskólasveita unnu sér þar með rétt til að tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fer í Svíþjóð í september.

Þetta er líklega í fyrsta sinn sem tvær sveitir frá sama skóla hérlendis, tefla á Norðurlandaskákmóti.

Til hamingju krakkar fyrir glæsilegan árangur!

Skákkennari

 


Athugasemdir