Hörðuvallaskóli Íslandsmeistari í skák!

Íslandsmót barnaskólasveita í skák – 4.-7. bekkur – 2019

Hörðuvallaskóli Íslandsmeistari!

Eins og fram hefur komið vann A-sveit HV Íslandsmótið sem haldið var um helgina í Rimaskóla.
37 lið frá 20 skólum tóku þátt í keppninni, þar af 5 frá Hörðuvallaskóla.

Sigurliðið:  Benedikt 7.M, Grétar Jóhann 7.R, Guðrún Fanney 3.b, Snorri Lund 6.L., Guðmundur Reynir 7.M og Hilmar Óli 6.HG. 
Liðið vann alla andstæðinga sína 7 að tölu og hlaut 14 stig og 23 vinninga.
A-sveit Háteigsskóla varð í 2. sæti með 21 vinning og A-sveit Salaskóla þriðja með 18 vinninga.
Grétar Jóhann fékk 6 ½ vinning af 7 og Guðrún Fanney vann alla andstæðinga sína!  Þau hlutu bæði viðurkenningar fyrir besta árangur á öðru og þriðja borði.

B-sveit HV:  Alexander Rúnar 7.M, Breki Freyr 6.L, Davíð J. 7.Ú og Atlas 7.b.
Liðið vann fimm viðureignir og tapaði tveimur; hlaut 10 stig og 16 vinninga í 12. sæti.  Davíð og Atlas á þriðja og fjórða borði unnu fimm af sjö skákum sínum.

C-sveitin:  Elmar Franz 6.S, Dagur 7.Ú, Bjarki Steinn 6.b. og Ísak Freyr 6.HH.
Liðið vann tvær viðureignir, gerði þrjú jafntefli og tapaði tveimur.  Fékk 7 stig og 14 vinninga í 20. sæti.  Ísak Freyr á fjórða borði vann sex af sjö skákum sínum.

D-sveitin:  Róbert 7.R, Anton 5.K, Atli 7.R og Jökull Bóas 4.E.
Liðið vann fjórar viðureignir og tapaði þremur.  Fékk 8 stig og 14 ½ vinning í 18. sæti og varð efst D-sveita í mótinu og hreppti verðlaunapeninga að launum.
Jökull Bóas á fjórða borði vann fimm af sjö skákum sínum.

E-sveitin:  Ari 6.HH, Benjamín 7.R, Pálmar 7.R og Daníel Máni 5.K.
Liðið vann tvær viðureignir, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur. Fékk 6 stig og 12 vinninga í 28. sæti.  Sveitin var verðlaunuð fyrir besta árangur E-sveita (var reyndar eina E-sveitin).  Daníel Helgi á fjórða borði vann fjórar af sex skákum sínum.

Mótið fór hið besta fram og var öllum keppendum HV til sóma.  Liðsstjórar voru auk skákkennara, Kjartan Briem faðir Benedikts og Guðrúnar Fanneyjar og Sigríður Lára Guðmundsdóttir móðir Snorra Lund.
Þau stóðu sig af stakri prýði eins og vænta mátti og studdu vel við bakið á liðsmönnum sínum.

Skákkennari


Athugasemdir