Íslandsmót barnaskólasveita í skák – 2021 – 1.-3 bekkur

Mótið fór fram í Rimaskóla sunnudaginn 9. maí.  13 lið tóku þátt og var þeim skipt í tvo riðla.  Tvær efstu sveitir í hvorum riðli tefldu til úrslita um titilinn.

Lindaskóli og Rimaskóli komust áfram úr A-riðli en Melaskóli og Smáraskóli úr B-riðli.

Rimaskóli vann svo úrslitakeppnina og Melaskóla varð í öðru sæti.

Sveit frá Hörðuvallaskóla tók þátt í mótinu og lenti í 4.-5. sæti í B-riðli
(7 sveitir) með 8 vinninga af 20 mögulegum eða 40% sem er eftir atvikum þokkalegur árangur.

Sveitina skipuðu Daníel D. Tómasson 3.GS, Alexander S. Guðmundsson 3.EG, Fjölnir D. Þorsteinsson 3.EG, Karen Van de Putte 3.EG, Margrét Y. Bjarnadóttir 3.GS og Nicole Dís M. Guðmundsdóttir 3.GS.

Krakkarnir höfðu gagn og gaman af taflmennskunni og þarna er greinilega vaxtarbroddur sem þarf að hlúa að.

Skákkennari


Athugasemdir