Íslandsmót grunnskólasveita í skák - stúlknaflokkur

Nemendur skólans skipuðu tvö lið á Íslandsmóti grunnskólasveita í skák sem fram fór 27. janúar sl.  Þarna var um að ræða stúlknaflokk í aldurshópnum 1.-2. bekkur.  A-sveitin lenti í þriðja sæti og fékk bronsverðlaun.  Sveitina skipuðu Guðrún Fanney Briem, Iðunn Kara Hrannarsdóttir, Rakel Gísladóttir og Viðja Ævarsdóttir, allar úr 2.árgangi.  Guðrún Fanney vann allar sínar skákir og Rakel vann fjórar af fimm.  Til hamingju með árangurinn! 


Athugasemdir